Milos ráðinn þjálfari Breiðabliks

Milos Milojevic.
Milos Milojevic. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Milos Milojevic, sem lét af störfum sem þjálfari karlaliðs Víkings í knattspyrnu, hefur verið ráðinn þjálfari Breiðabliks í stað Arnars Grétarssonar sem sagt var upp störfum í síðustu viku.

Í fréttatilkynningu frá Breiðabliki segir:

„Breiðablik hefur ráðið Milos Milojevic þjálfara meistaraflokks karla. Milos er reynslumikill þjálfari, einn af fáum þjálfurum á Íslandi með UEFA Pro gráðu. Breiðablik hlakkar  til samstarfsins við Milos og býður hann velkominn til starfa.

Olgeir Sigurgeirsson, leikjahæsti leikmaður meistaraflokks karla frá upphafi hjá félaginu, verður aðstoðarþjálfari.

Stjórn knattspyrnudeildar vill sérstaklega þakka Sigurði Víðissyni frábært og óeigingjarnt starf við þjálfun liðsins tímabundið, og einnig öðrum samstarfsmönnum í þjálfarateyminu þeim Páli Einarssyni og Úlfari Hinrikssyni.“ 

Fyrsti leikur Breiðabliks undir stjórn Milosar verður á sunnudaginn þegar Blikar fá Víking Ólafsvík í heimsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert