KR opnaði vængjahurðina fyrir Val

Valsmenn fagna markin í gær.
Valsmenn fagna markin í gær. mbl.is/Golli

Fyrri hálfleikur Vals og KR á Hlíðarenda var einstaklega skemmtilegur á að horfa, allavega fyrir Valsara og hlutlaust fótboltaáhugafólk. KR-ingar hafa eflaust ekki skemmt sér jafn vel en þeir voru 2:0 undir að loknum líflegum fyrri hálfleik.

Boltanum var nánast eingöngu leikið á vallarhelmingnum nær Öskjuhlíð fyrstu 13 mínúturnar í gær. Valsmenn laumuðu sér yfir miðju á 14. mínútu og endaði sú sókn á því að Valsarar fögnuðu fyrsta marki leiksins. KR-ingar lögðu ekki árar í bát, sköpuðu sér nokkur ágæt færi en þeirra á meðal var vítaspyrna sem Óskar Örn Hauksson fiskaði á 21. mínútu. Hann tók spyrnuna sjálfur en skaut í utanverða stöngina á markinu.

Vítaspyrnuklúður Óskars virtist gefa Valsmönnum aukin kraft og á sama tíma virtust KR-ingar ákveða að færa varnarlínu sína full-framarlega. Seina hluta hálfleiksins stungu Valsmenn boltanum hvað eftir annað í gegnum flata og hæga vörn gestanna og það er í raun rannsóknarefni að Kristinn Ingi Halldórsson hafi ekki skorað mark í gærkvöldi. Hann klúðraði tveimur úrvalsfærum undir lok fyrri hálfleiks þegar auðveldara hefði verið að skora. Eða það segja þeir sem horfa á leikinn og þykjast vita betur.

Sem betur fer fyrir Kristin, og aðra Valsara, kom þetta ekki að sök. Heimamenn fögnuðu sætum 2:1-sigri og þeir eru jafnir Stjörnunni með 10 stig í fyrsta sæti deildarinar. Það hlýtur að boða gott á Hlíðarenda þegar liðið er búið að leika við FH og KR og er í jafn góðri stöðu og raun ber vitni. Vissulega eru ekki nema fjórar umferðir búnar en menn dreymir örugglega um að verða Íslandsmeistarar í handbolta og fótbolta.

Sjá greinina í heild og allt um leiki gærkvöldins í Pepsi-deildinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert