Hugsar fyrst og fremst um Breiðablik

Berglind Björg Þorvaldsdóttir á fullri ferð í kvöld.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir á fullri ferð í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er mjög sátt með frammistöðu liðsins og mína eigin,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, við mbl.is eftir þrennu í 6:0 sigri liðsins á KR á Kópavogsvelli í kvöld.

Það er ljóst að Berglind er á markaskónum þessa dagana en er það EM-fiðringurinn sem er að kitla markanefið?

„Ég hugsa fyrst og fremst um að spila fyrir Breiðablik,“ segir Berglind.

Sjá frétt mbl.is: Stórsigur Breiðabliks á heimavelli

Hún segir að þótt sigurinn hafi verið stór hafi þær þurft að hafa fyrir sigrinum.

„Við þurftum klárlega að hafa fyrir þessu en við mættum vel stemmdar til leiks í dag og spiluðum mjög vel frá fyrstu mínútu og út allan leikinn. Ég er mjög sátt með það hvernig við vorum í dag.“

En var eitthvað við leik liðsins í dag sem Berglindi fannst ekki alveg nógu gott?

„Við hefðum kannski getað skorað fleiri mörk!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert