„Við fengum góðan vinstri krók“

Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR.
Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við fengum góðan vinstri krók á okkur á fyrstu mínútu og það var of mikið fyrir okkur. Fókusinn okkar var kannski ekki alveg í lagi restina af fyrri hálfleiknum. Ég hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við en ég gerði,“ sagði Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR, eftir 6:0 tap gegn Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Sjá frétt mbl.is: Stórsigur Breiðabliks á heimavelli

„Seinni hálfleikurinn var allt annar, bara eins og svart og hvítt. Við fórum að halda boltanum meira og vorum meira eins og KR-liðið sem við þekkjum til, sem var ekki sjáanlegt í fyrri hálfleik.“

Aðspurð hverni hún líti á framhaldið segir Edda:

„Þegar maður er sleginn niður þá verður maður að standa upp. Stundum verður maður bara að setja undir sig hausinn og gera það sem maður getur. Mér fannst við gera það í seinni hálfleik þótt Blikar hafi skorað tvö mörk. Breiðablik voru frábærar í dag og létu boltann ganga á milli sín og voru öflugar fram á við.

„Ég er með magnaðan hóp og það er eins og þær eflist við mótlæti. Það hefur verið nóg af því hingað til en mótið er ekki einnu sinni hálfnað og það er stutt í næstu lið fyrir ofan. Ef við höldum áfram með sama fókus og sama vilja þá fer þetta að detta okkar megin,“ sagði Edda að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert