Sjötti sigurleikur Þórs/KA í röð

Cloé Lacasse og Zaneta Wyne eigast við í leik Þórs/KA …
Cloé Lacasse og Zaneta Wyne eigast við í leik Þórs/KA og ÍBV í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þór/KA heldur sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, en liðið er enn með fullt hús stiga á toppnum. Norðankonur höfðu betur gegn ÍBV, 3:1, í sjöttu umferð deildarinnar í dag.

Heimakonur byrjuðu leikinn betur og á 18. mínútu leiksins kom Hulda Ósk Jónsdóttir Þór/KA yfir með skoti af stuttu færi eftir flottan sprett frá Stephany Mayor.

Gestirnir í ÍBV sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn og á 37. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu eftir að Zaneta Wyne braut á Cloé Lacasse. Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði af öryggi úr vítinu og staðan 1:1 í hálfleik.

Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik en á 81. mínútu skoraði Stephany Mayor af stuttu færi eftir hornspyrnu. Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Sandra María Jessen mark með skalla eftir fyrirgjöf frá Nataliu Gomez. Lokastaðan því 3:1.

Þór/KA er með fullt hús eða 18 stig á toppnum eftir sex umferðir, þremur stigum á undan Breiðabliki. ÍBV er í fjórða sætinu með 10 stig.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Þór/KA 3:1 ÍBV opna loka
90. mín. Natalia Gómez Junco (Þór/KA) á skot sem er varið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert