Þakklátur Selfyssingum fyrir heiðarleika

Jeppe Hansen er nú leikmaður Keflavíkur.
Jeppe Hansen er nú leikmaður Keflavíkur. mbl.is/Eva Björk

Jeppe Hansen, framherji Keflavíkur, fékk að líta gult spjald í 2:2-jafntefli liðsins við Selfoss í Inkasso-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Spjaldið stendur þó ekki.

Hansen fékk gult spjald á 65. mínútu leiksins, en Guðmundur Ársæll Guðmundsson, dómari leiksins, vildi meina að hann hefði reynt að skora með hendinni. Á leikskýrslu eftir leikinn var hins vegar ekkert gult spjald að sjá, og er það Selfyssingum að þakka.

„Virðing til Selfyssinga fyrir að fella niður gula spjaldið mitt. Dómarinn hélt ég hefði reynt að skora með hendinni en þeir sögðu honum að það væri rangt. Ég hef aldrei séð þetta áður og þetta er heiðarlega gert,“ skrifar Hansen á Twitter-síðu sína í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert