Dramatískur sigur Fram á ÍR

Frá leik liðanna í Laugardalnum í kvöld.
Frá leik liðanna í Laugardalnum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram vann dramatískan 2:1 sigur á ÍR í Inkasso-deildinni, 1. deild karla í knattspyrnu, í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Framarar voru töluvert sterkari aðilinn framan af leik og voru þeir í raun klaufar að fara ekki með forystu inn í hálfleikinn. Þrátt fyrir að fá mikið magn hornspyrna og álitlegra sókna tókst þeim ekki að koma boltanum í netið.

Í seinni hálfleik jafnaðist leikurinn töluvert og voru það gestirnir í ÍR sem skoruðu fyrsta markið á 63. mínútu. Jónatan Hróbjartsson skoraði þá af stuttu færi eftir klaufagang í vörn Fram. Framarar brugðust vel við mótlætinu og tókst þeim að jafna 20 mínútum síðar. Króatinn Ivan Bubalo skoraði þá með skalla af stuttu færi og voru Framarar líklegri til þess að skora sigurmark.

Sigurmarkið kom svo í uppbótartíma, þar var að verki Brynjar Kristmundsson sem var nýkominn inn á sem varamaður. Simon Smidt komst þá einn í gegn, það var brotið á honum en boltinn barst á Brynjar sem skoraði af stuttu færi.

Á Seltjarnarnesi skoraði Sveinbjörn Jónasson tvö mörk og Ólafur Hrannar Kristjánsson eitt í 3:0 sigri Þróttar á Gróttu. Þróttur fór á toppinn fyrir vikið.

Fram 2:1 ÍR opna loka
90. mín. ÍR fær hornspyrnu Modou Fall á skot í varnarmann og í horn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert