Eiginlega trúði því ekki að sjá hann inni

Arnar Már fagnar ásamt liðsfélögum sínum í Eyjum í dag.
Arnar Már fagnar ásamt liðsfélögum sínum í Eyjum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar.

„Ég er ógeðslega ánægður með sigurinn, þetta er búið að liggja svolítið á okkur að ná fyrsta sigrinum og já, bara geggjað að ná í 3 stig í Eyjum í dag,“ sagði Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir 4:1 útisigur á ÍBV í dag í Pepsi deild karla.

„Þessi sigur gefur okkur í rauninni bara mjög mikið. Við erum í þessu til þess að vinna leiki og núna erum við búnir að stimpla okkur inn í mótið,“ sagði Arnar Már. 

Skagamenn komust í 2:0 en Eyjamenn jöfnuðu skömmu síðar og settu mikla pressu á ÍA í seinni hálfleik, var það ekki erfiður tími?

„Jú, það kom smá panik hjá okkur eftir annað markið, Pablo skorar frábærlega úr aukaspyrnu og síðan setja þeir pressu á okkur og við förum að verja markið í staðinn fyrir að gera það sem við gerðum vel í fyrri en við náðum sem betur fer að standa það af okkur.“

Arnar Már skoraði draumamark í lok fyrri hálfleiks, það hlýtur að hafa verið sætt að sjá hann inni?

„Ég eiginlega trúði því ekki en svo sá ég hann í netinu. Það var æðisleg tilfinning, þetta gerist ekki nógu oft,“ sagði Arnar Már.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert