Stórsigur ÍA í Eyjum

Arnar Már Guðjónsson fagnar marki sínu í Vestmannaeyjum í dag.
Arnar Már Guðjónsson fagnar marki sínu í Vestmannaeyjum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar.

Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í ár þegar þeir unnu ÍBV 4:1 á Hásteinsvelli í Vestamannaeyjum í dag. Frábær mörk litu dagsins ljós í leiknum sem var hinn fjörugasti.

Arnar Már Guðjónsson kom Skagamönnum á bragðið með stórkostlegu marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en þá fékk hann boltann rétt fyrir utan teig og klippti hann í netið. Staðan 0:1 í hálfleik.

Skagamenn komust svo í 2:0 strax á 48.mínútu með marki beint úr aukaspyrnu frá Þórði Þorsteini Þórðarsyni.

Eyjamenn voru ekki lengi að svara en Pablo Punyed skoraði einnig beint úr aukaspyrnu á 50.mínútu stöngin inn. Staðan því skyndilega orðin 1:2.

Hafsteinn Briem fékk svo rautt spjald fyrir brot á Alberti Hafsteinssyni á 80 mínútu og ÍA fékk víti sem Tryggvi Hrafn tók en Halldór Páll Geirsson varði. 

Skagamenn voru ekki hættir heldur bættu við tveimur mörkum á síðustu 5 mínútunum. Fyrst var það Albert Hafsteinsson og svo skoraði Tryggvi Hrafn á 90 mínútu fjórða markið. 

4:1 sigur ÍA og þeirra fyrsti sigur kominn í hús.

ÍBV 1:4 ÍA opna loka
90. mín. Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) skorar 1:4- MMAARRKK! Skagamenn gjörsamlega ganga frá leiknum! Boltinn inn í teiginn og Tryggvi Hrafn klárar vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert