Sorglegur endir hjá KA annan leikinn í röð

KA og Víkingur Reykjavík áttust við í 5. umferð Pepsi-deildarinnar í dag og skildu liðin jöfn, 2:2, en KA var 2:0 yfir er stundarfjórðungur var eftir. 

Logi Ólafsson var að stjórna Víkingum í sínum fyrsta leik og var hann kominn með fjögurra manna varnarlínu. Fyrri hálfleikur var mjög daufur og lítið sem gladdi auga og þandi taugar.
Hvort lið fékk eitt ákjósanlegt færi í fyrri hálfleiknum. Vladimir Tufegdzic fékk aldjört dauðafæri snemma leiks þegar hann slapp einn innfyrir vörn KA. Skot hans var slakt og greip Rajko boltann auðveldlega.


KA komst í 2:0 í seinni hálfleiknum og á tímabili virtust þeir ætla að rassskella Víkinga.Ásgeir Sigurgeirsson kom KA í 1:0 á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og Emil Lyng bætti svo við marki.

Lokakaflinn varð KA mönnum erfiður en þeir misstu mann af velli með rautt spjald og fengu dæmda á sig vítaspyrnu sem Vladimir Tufigdzic skoraði úr.

Svo var það bara spurning hvort Víkingar bættu við marki eða mörkum og það tókst þeim í uppbótatímanum. Alex Freyr Hilmarsson setti boltann í netið eftir góða fyrirgjöf Dofra Snorrasonar.


KA er nú með átta stig en Víkingar fjögur.

KA 2:2 Víkingur R. opna loka
90. mín. +2 Víkingar í góðu upphlaupi en KA menn bjarga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert