Tekst ÍA að spyrna sér frá botninum?

Skagamenn eru stigalausir á botni deildarinnar.
Skagamenn eru stigalausir á botni deildarinnar. mbl.is/Golli

Skagamenn halda stigalausir til Vestmannaeyja og freista þess að koma sér á blað í Íslandsmótinu í knattspyrnu karla þegar liðið mætir ÍBV í fimmtu umferð deildarinnar í dag.

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, hefur líklega eytt æfingavikunni í að fara yfir varnarleik liðsins, en vörn liðsins hefur verið hripleik það sem af er leiktíðarinnar og Skagamenn hafa fengið flest mörk á sig í deildinni í sumar eða 13 talsins.

ÍBV ætti hins vegar að mæta með blússandi sjálfstraust inn í leikinn, en liðið vann góðan 3:0-sigur gegn Víkingi Ólafsvík í síðustu umferð deildarinnar. ÍBV breytti um leikaðferð eftir að hafa fengið slæman skell gegn Stjörnunni í annarri umferð deildarinnar og í kjölfarið komu tveir sigrar í röð hjá liðinu.

Leikur ÍBV og ÍA sem háður verður á Hásteinsvellinum og hefst klukkan 16.00 í dag verður í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert