Grindvíkingar upp töfluna

Bjarni Ólafur Eiríksson og félagar hans í Val hafa farið …
Bjarni Ólafur Eiríksson og félagar hans í Val hafa farið vel af stað í deildinni. mbl.is/Árni Sæberg

Grindavík lagði Val 1:0 þegar liðin áttust við í 5. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, í Grindavík í gærkvöldi. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Fyrri hálfleikur var eldfjörugur. Valur meira með boltann en Grindvíkingar stórhættulegir í skyndisóknum sínum og þeir fengu hættulegustu færi fyrri hálfleiksins, en færin voru nokkur þó svo markalaust væri þegar flautað var til leikhlés.

Seinni hálfleikur var ekki langt genginn þegar Andri Rúnar Bjarnason kom heimamönnum yfir eftir skelfileg mistök í vörn Vals, hans fimmta mark í deildinni og kom það á 50. mínútu. Þrátt fyrir þunga sókn lengst af síðari hálfeiks tókst Val ekki að jafna metin.

Úrslitin þýða að Grindavík er komið með 10 stig líkt og Valur.

Grindavík 1:0 Valur opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert