„Mikið hlaup fyrir skrokk eins og mig“

Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar.
Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þetta var hörkuleikur. Fjölnir vann FH í síðustu umferð og er með lið sem getur unnið hvaða lið sem er í deildinni. Við bjuggumst við þeim sterkum og mættum þeim af alvöru,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar sem skoraði tvö mörk í sigri liðsins á Fjölni í kvöld.

Sjá frétt mbl.is: Tvenna Hólmberts tryggði sigur Stjörnunnar í Grafarvogi

Hann hefur nú skorað 4 mörk í fyrstu leikjunum í deildinni og í öllum leikjum sem hann hefur skoraði í, hefur hann skorað tvö.

„Þetta byrjar ágætlega frekar en síðasta sumar. Það er jákvætt. Næst þegar ég skora þá hlýt ég að setja tvö.“

„Það er gott að vera með Jobba (Jósef) í vinstri bakverðinum sem er „assist-machine“. Ég er hrikalega ánægður með hann. Hann er að leggja upp á bæði mig og Guðjón.“

„Það var mikið umtalað fyrir mót að við Guðjón þyrftum að fara að skora og við höfum verið að gera það.“

Hólmbert hefur verið í nýju hlutverki á þessu tímabili sem kantmaður. Hvernig finnst honum það?

„Ég tek því. Það er erfitt og mikið hlaup upp og niður völlinn fyrir skrokk eins og mig. En ég fíla það í tætlur. Ég er target striker og get verið það á kantinum líka.

Hann segir stemninguna í herbúðum Stjörnunnar vera frábæra.

„Það er geggjuð stemning í liðinu og þetta er einn skemmtilegasti hópur sem ég hef verið í og það er hrikalega gaman að mæta á æfingar á hverjum einasta degi. Vonandi heldur þetta áfram svona.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert