Strákarnir mæta Englandi fyrir luktum dyrum

Eyjólfur Sverrisson er landsliðsþjálfari U21.
Eyjólfur Sverrisson er landsliðsþjálfari U21. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri mun mæta Englandi í vináttulandsleik ytra sem fram fer þann 10. júní næstkomandi. Leikið verður fyrir luktum dyrum.

Leikurinn er liður í undirbúningi Íslands fyrir undankeppni Evrópumótsins 2019, en Ísland er þar í riðli með Albaníu, Eistlandi, Norður-Írlandi, Slóvakíu og Spáni og er fyrsti leikur Íslands gegn Albaníu þann 4. september.

England tekur aftur á móti þátt í lokakeppni EM U21 árs landsliða í Póllandi í sumar og er liður í undirbúningi liðsins fyrir það. Sem fyrr segir verður leikið fyrir luktum dyrum, en viðureignin fer fram á St George‘s Park æfingasvæði Englendinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert