Hungraður í að snúa út á völl

Birkir Bjarnason í leik gegn Króötum ytra.
Birkir Bjarnason í leik gegn Króötum ytra. AFP

Það er enginn beygur í Birki Bjarnasyni að mæta frábæru liði Króata þó svo að þrír mánuðir séu liðnir frá því hann spilaði síðast. Birkir meiddist illa á hné í leik með Aston Villa í ensku B-deildinni í byrjun mars og missti af síðustu ellefu leikjum liðsins á tímabilinu.

„Mér líður mjög vel. Ég er búinn að æfa mjög vel síðustu vikurnar. Að vísu ekki með liði en formið á mér er orðið gott og hnéð er í fínu lagi. Ég geri mér alveg grein fyrir því að það vantar upp á leikformið en ég tel mig alveg tilbúinn í leikinn á móti Króötunum. Ég hef ekki áhyggjur af því að skortur á leikformi komi niður á leik mínum. Að spila fyrir Ísland er alltaf gaman og mikill heiður og nú þegar ég er kominn á fullt á æfingum með liðinu þá verð ég fljótur að ná áttum og takti og hungrið er svo sannarlega mikið hjá mér að snúa aftur inn á völlinn. Ég er búinn að bíða spenntur eftir þessum leik og ákvað fyrir löngu síðan að ég ætlaði mér að vera með í honum,“ sagði Birkir við Morgunblaðið fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær en á sunnudaginn verður sannkallaður stórleikur í Laugardalnum þegar Íslendingar fá gríðarlega sterkt lið Króata í heimsókn í undankeppni HM.

„Við gerum okkur vel grein fyrir því að króatíska liðið er gríðarlega sterkt og er með nokkra heimsklassa leikmenn í sínum röðum. Eins og Heimir þjálfari hefur sagt þá lítum við á leikinn sem úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum. 

Sjá viðtalið við Birki í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert