Orðnir þreyttir yfir fáum stigum

Hart barist í leiknum í kvöld.
Hart barist í leiknum í kvöld. mbl.is/Ófeigur

„Ég tel að við höfum unnið þetta á dugnaði hjá strákunum því það voru allir á tánum,“  sagði Kristófer Sigurgeirsson þjálfari Leiknir úr Breiðholti eftir 2:0 baráttusigur á Selfoss í 1. Deild karla í knattspyrnu – Inkasso-deildinni – í Breiðholtinu í kvöld.   „Við vorum orðnir þreyttir á að fáum stigum eftir nokkra leiki og maður fann fyrir leikinn að menn voru tilbúnir, sérstaklega fann ég hálfleik að nú væri eitthvað að gerast.“

Leiknir úr Breiðholtinu eru komnir í 8-liða úrslit bikarkeppninnar og mæta þar ÍA en þjálfarinn taldi það ekki hafa haft áhrif.  „Ég vona að þessi sigur kveiki í mönnum en þetta er nú bara samt bara einn leikur og það er ekki nóg að vera góður í einum leik.  Næsta verkefni er gegn Þrótturum og það verður mjög erfitt, við verðum að eiga annan svona leik ef við ætlum að eiga möguleika í þá.   Það má svo sem segja að við höfum náð að ýta bikarleiknum frá okkur fyrir þennan leik en það er líka svo sem langt í hann,“ bætti þjálfarinn við. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert