Stjarnan varð undir í baráttunni

Alla Lowing og Jósef Kristinn Jósefsson í baráttunni í Garðabæ …
Alla Lowing og Jósef Kristinn Jósefsson í baráttunni í Garðabæ í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér fannst þetta klárlega sanngjarn sigur af okkar hálfu. Við mættum alveg klárir frá fyrstu mínútu og þessi barátta og kraftur sem var í liðinu skóp sigurinn,“ sagði Víkingurinn Alex Freyr Hilmarsson við mbl.is eftir sigurinn gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

Alex Freyr skoraði fyrra mark Víkinga sem unnu sanngjarnan sigur og með honum komust þeir upp í 6. sæti deildarinnar.

„Seinni hálfleikurinn var algjörlega okkar og Stjörnumenn urðu einfaldlega undir í baráttunni gegn okkur. Þessi sigur er gott veganesti í leikinn gegn Íslandsmeisturum FH. Með spilamennsku eins og við sýndum í kvöld þá getum við unnið hvaða lið sem er,“ sagði Alex Freyr, sem var mjög öflugur í heilsteyptu lið Víkinga í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert