Svona frammistaða gengur ekki

Daníel Laxdal reynir hér að stöðva Ragnar Braga Sveinsson.
Daníel Laxdal reynir hér að stöðva Ragnar Braga Sveinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Daníel Laxdal, miðvörður Stjörnunnar, var að vonum svekktur eftir tap sinna manna gegn Víkingi í Pepsi-deildinni í kvöld en með sigri hefði Stjarnan endurheimt toppsætið í deildinni.

„Ég viðurkenni það alveg að þetta var sanngjarn sigur hjá Víkingum. Við vorum ansi daufir allan tímann og það er eitthvað sem ég skil ekki. Víkingarnir voru bara betri en við og vildu sigurinn miklu meira heldur en við,“ sagði Daníel en þetta var annar tapleikur Stjörnumanna í röð.

„Ef þú nennir ekki að berjast, hlaupa og hafa fyrir hlutunum þá tapar þú. Það er svo leiðinlegt og pirrandi að tapa leikja og ég ætla rétt að vona að við rífum okkur upp. Það er stutt í næsta leik sem er gott og í þeim verðum við að sýna úr hverju við erum gerðir. Svona frammistaða gengur ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert