Fimmta jafntefli FH í átta leikjum

FH og Víkingur R. gerðu 2:2 jafntefli í 8. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Íslandsmeistararnir í FH eru að góðri leið með að verða jafntefliskóngar þetta sumarið og hafa gert fimm jafntefli í fyrstu átta leikjunum. 

FH og Víkingur eru bæði með 11 stig og voru í fimmta og sjötta sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins.

FH var yfir 1:0 að loknum fyrri hálfleik og virtust þá ekki líklegir til að lenda í miklum vandræðum í þessum leik Víkingar hafi að sumu leyti verið sprækari fyrstu tuttugu mínúturnar. Steven Lennon skoraði eina mark fyrri hálfleiks þegar hann slapp inn fyrir vörnina eftir stungusendingu Atla Guðnasonar. 

Víkingur fékk vítaspyrnu á 61. mínútu þegar Doumbia braut á Ragnari Braga. Gunnar Nielsen varði spyrnuna frá Tufegdzic en varnarmenn FH sváfu illa á verðinum og Arnþór Ingi Kristinsson skoraði auðveldlega eftir að hafa náð frákastinu. 

Því næst fengu FH-ingar vítaspyrnu þegar Dofri togaði í peysu Kristjáns Flóka sem var að reyna að mæta fyrirgjöf á markteig. Lennon skoraði af öryggi úr spyrnunni og hefur þá gert 8 mörk í deildinni. 

Ekki liðu nema tvær mínútur og þá höfðu Víkingar aftur jafnað. Frábært mark sem Ívar Örn Jónsson gerði. Eftir góðan samleik og hælspyrnu Ragnars Braga skoraði Ívar með fallegu skoti upp í samskeytin hægra megin og það með hægri fæti. 

FH 2:2 Víkingur R. opna loka
90. mín. Uppbótartíminn að hefjast. Fimm mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert