Bjargaði varamaðurinn Willum Þór?

Óskar Örn Hauksson reyndist hetja KR gegn Blikum í gær …
Óskar Örn Hauksson reyndist hetja KR gegn Blikum í gær og er hér með augun á boltanum í leiknum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vítaspyrnan sem Þóroddur Hjaltalín dæmdi í uppbótartíma í leik KR og Breiðabliks í gærkvöldi forðaði Vesturbæingum frá því að vera í fallsæti að átta umferðum loknum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Vissulega hefði dómurinn einn og sér engu skilað en Óskar Örn Hauksson þrumaði boltanum í markið, jafnaði 1:1, og tryggði KR-ingum níunda sætið í stað þess ellefta.

Eins og margoft hefur sannast er stutt á milli hláturs og gráts, þó eflaust séu fáir KR-ingar hlæjandi yfir því að vera í níunda sæti deildarinnar þegar mótið er nánast hálfnað. Blikar lentu hins vegar á hinum endanum á hlátrinum og grátnum en þeir hoppuðu niður um tvö sæti við markið hjá Óskari Erni.

Þeim þótti vítaspyrnudómurinn á gráu svæði og vildi fyrirliði þeirra, Gunnleifur Gunnleifsson, til að mynda meina að dómarinn hefði verið staðsettur of langt frá meintu broti hans á Guðmundi Andra Tryggvasyni til að hafa getað séð hvað gerðist.

Nánar er fjallað um þennan leik og alla hina leiki gærkvöldsins í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert