Oft séð mitt lið spila betur

Ian Jeffs (til vinstri).
Ian Jeffs (til vinstri). mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er sáttur með 3 stig og að halda hreinu en ég hef oft séð mitt lið spila betur en þær sýndu hér í dag. Það leit út fyrir að við værum þreytt en ég er mjög ánægður með 3:0 sigur,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir sigur á Haukum í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. 

„Ég er búinn að horfa á marga leiki með Hauka-liðinu og þetta er bara mjög gott og vel spilandi lið. Ég lét mitt lið vita af því fyrir leik að þetta yrði erfiður leikur og við þyrftum að eiga toppleik til að fá eitthvað út úr honum.“

Kristín Erna byrjaði á bekknum hjá ÍBV í dag. Hver er ástæðan fyrir því?

„Ég var bara aðeins að rótera liðinu í dag. Við eigum leik aftur á föstudaginn og hún kemur bara enn þá sterkari inn í hann.“

Clara Sigurðardóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir skoruðu báðar í dag, það hlýtur að vera gaman?

„Já, það er mjög gott að tvær sem eru á yngra ári í þriðja flokki skoruðu í dag og mér fannst Clara alveg frábær í dag, gríðarlega dugleg og spilaði eins og hún ætti marga meistaraflokksleiki að baki. Og vel gert hjá Lindu líka, gott hlaup hjá henni og kláraði færið vel,“ sagði Ian Jeffs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert