Stórsigur Vals í Frostaskjóli

Anisa Guajardo kom Val yfir snemma leiks í Frostaskjóli í …
Anisa Guajardo kom Val yfir snemma leiks í Frostaskjóli í kvöld. mbl.is/Eggert

KR tók á móti Val á Alvogen-vellinum í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Svo fór að Valur vann öruggan 5:0 sigur. Bæði lið höfðu verið að gera ágæta hluti fyrir leik kvöldsins en KR hafði unnið síðustu tvo og Valur síðustu fjóra í deildinni.

Það voru hinsvegar gestirnir sem réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik. Strax á 4. mínútu var Anisa Guajardo búin að skora eftir fyrirgjöf frá Thelmu Björk Einarsdóttur sem fór fyrst illa með Hörpu Karen Antonsdóttir, vinstri bakvörð KR.

Anisa var aftur á ferðinni eftir rúman hálftíma leik með sitt annað mark, í þetta sinn eftir góða fyrirgjöf frá Elín Mettu Jensen en varnarleikur KR var ekki upp á marga fiska í kvöld. Sömuleiðis má setja spurningarmerki við

Aðeins fimm mínútum síðar var staðan orðin 3:0, Val í vil. Vesna Elísa Smiljkovic tók þá hornspyrnu og sendi boltann inn í teig þar sem Ariana Calderon reis hæst allra og skallaði boltann glæsilega í fjærhornið.

Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og virtust heimamenn ætla að byrja seinni hálfleikinn af krafti en á 54. mínútu kom skellur. Ariana Calderon reyndi þá skot af löngu færi sem virtist bæði laust og beint á marki en Ingibjörg Valgeirsdóttir í markinu misreiknaði flug boltans og missti hann yfir sig, staðan orðin 4:0.

Vesna Elísa kór­ónaði svo sig­ur Vals­ara með fimmta og síðasta marki leiks­ins á loka­mín­út­unni eft­ir fyr­ir­gjöf frá Hlín Ei­ríks­dótt­ur.

Valur er nú með 18 stig eftir þennan sigur og situr í 5. sæti. KR er áfram með sex stig í 7. sætinu, aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

KR 0:5 Valur opna loka
90. mín. Stefanía Ragnarsdóttir (Valur) á skot sem er varið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert