Tvö mörk í uppbótartíma og eitt fyrir aftan miðju

Arnar Már Guðjónsson og Birnir Snær Ingason eigast við um …
Arnar Már Guðjónsson og Birnir Snær Ingason eigast við um boltann á Skaganum í gær. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það er fátt sem hefur verið hamrað meira inn í hausinn á manni á skólaárunum en að mínus og mínus verði að plús. Án þess að fara djúpt í algebruna þá má orða það þannig að sú hafi heldur betur verið raunin á sólríkum Skaganum þegar ÍA vann hádramatískan 3:1-sigur á móti Fjölni í 8. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi.

Fjölnir hafði fyrir leikinn skorað fæst mörk allra í deildinni, sex í sjö leikjum, á meðan ÍA hafði fengið á sig flest mörk eða 17 í sjö leikjum. Versta vörn deildarinnar mætti verstu sókninni og úr varð stór plús. Hann var reyndar hvergi sjáanlegur framan af, en eftir tvö mörk í uppbótartíma og þar af eitt fyrir aftan miðju er auðvelt að gleyma leiðindunum framan af.

Um fyrri hálfleikinn þarf ekki að orðlengja, enda tvö mörk á fimm mínútna kafla það eina sem gladdi augað. En eftir hlé var annað uppi á teningnum og byrjaði það þegar klukkutími var liðinn þegar Mario Tadejevic í liði Fjölnis fékk beint rautt spjald eftir glórulaust brot sem aftasti varnarmaður.

Nánar er fjallað um þennan leik og alla hina leiki gærkvöldsins í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert