Lennon náði Borgvardt - Gunnar skorar enn í Grindavík

Steven Lennon og Jonathan Hendrickx fagna marki.
Steven Lennon og Jonathan Hendrickx fagna marki. mbl.is/Golli

Steven Lennon jafnaði í fyrrakvöld Allan Borgvardt sem markahæsti erlendi leikmaður FH í efstu deild þegar hann gerði bæði mörk Íslandsmeistaranna í 2:2 jafnteflinu gegn Víkingi úr Reykjavík í Kaplakrika.

Hinn danski Borgvardt gerði 29 mörk fyrir liðið á sínum tíma og eftir mörkin tvö er hinn skoski Lennon líka kominn með 29 mörk fyrir FH í deildinni. Þeir Borgvardt og Lennon eru í 8.-9. sæti yfir markahæstu FH-ingana í efstu deild frá upphafi en á þeim lista eru langefstir Atli Viðar Björnsson með 113 mörk og Hörður Magnússon með 84.

Uppgjör eftir áttundu umferð Pepsi-deildar, lið umferðarinnar og stöðuna í M-gjöfinni ásamt fleiru áhugaverðu, má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert