Pedersen semur við Val til þriggja ára

Patrick Pedersen í leik með Val árið 2015.
Patrick Pedersen í leik með Val árið 2015. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danski framherjinn Patrick Pedersen mun ganga í raðir Vals frá norska félaginu Viking þegar félagskiptaglugginn opnast í næsta mánuði og gerir hann þriggja ára samning við félagið. Pedersen lék 47 leiki með Val frá 2013-2015 og skoraði í þeim 28 mörk. 

Pedersen varð markakóngur í Pepsi-deildinni árið 2015 með 13 mörk og skoraði hann alls 24 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum það tímabil. Framherjinn skoraði svo tíu mörk í 31 leik fyrir Viking á sínu fyrsta tímabili í Noregi. 

Hann hefur hins vegar lítið fengið að spila með Viking að undanförnu og því hefur hann ákveðið að ganga í raðir Vals á nýjan leik. 

„Ég hlakka til að fá að spila fótbolta aftur. Ég hef fylgst vel með Valsmönnum síðan ég yfirgaf þá og það er gaman að sjá hvað þeim gengur vel. Vonandi næ ég að hjálpa þeim að afreka eitthvað,“ sagði Pedersen í samtali við heimasíðu Vals. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert