Ísland fellur um eitt sæti hjá FIFA

Byrjunarlið Íslands gegn Brasilíu í síðustu viku.
Byrjunarlið Íslands gegn Brasilíu í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fellur um eitt sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA sem gefinn var út í morgun.

Ísland er í 19. sæti listans en var í því 18. þegar sá síðasti var gefinn út í mars síðastliðnum. Ísland hefur sætaskipti við Ítalíu. Hæst hefur Ísland náð í 15. sæti heimslistans.

Mótherjar Íslands í riðlakeppni Evrópumótsins í næsta mánuði eru öll á svipuðum stað og fyrr. Frakkland heldur þriðja sætinu, Sviss fellur um eitt sæti og niður í það 17. en Austurríki stendur í stað í 24. sæti listans.

Bandaríkin setjast í toppsætið á kostnað Þýskalands sem fellur niður í annað sætið, en efstu 20 þjóðirnar má sjá hér að neðan. Listann í heild má svo sjá HÉR.

  1 Bandaríkin
  2 Þýskaland
  3 Frakkland
  4 Kanada
  5 England
  6 Japan
  7 Ástralía
  8 Brasilía
  9 Svíþjóð
10 Norður-Kórea
11 Noregur
12 Holland
13 Spánn
14 Kína
15 Danmörk
16 Suður-Kórea
17 Sviss
18 Ítalía
19 Ísland
20 Nýja-Sjáland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert