Sérstaklega sætur sigur

Lára Kristín Pedersen verður fyrir peysutogi í leiknum í kvöld …
Lára Kristín Pedersen verður fyrir peysutogi í leiknum í kvöld og Bríet Bragadóttir dómari fylgist með. mbl.is/Árni Sæberg

„Við vitum hvernig Þór/KA spilar og leggur upp leiki sína en reyndum að einbeita okkur að hvernig við ætlum að spila en það gerðum við einmitt ekki á móti þeim í deildinni og það gekk allt upp í dag,“  sagði Lára Kristín Pedersen leikmaður Stjörnunnar eftir 3:2 sigur á Þór/KA þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld.

Þór/KA er efst í deildinni og vann Stjörnuna fyrir skömmu, nokkuð sem ætti að hvetja Garðbæinga áfram. „Við vildum auðvitað svara fyrir leikinn í deildinni en þetta er samt annað mót og við ætluðum að vinna þennan leik, alveg sama hvernig staðan er í deildinni en þetta var sérstaklega sætur sigur,“  bætti Lára Kristín við.

Höfðum ekki spilað okkar besta leik

„Ég er himinlifandi, frábær leikur af okkar hálfu og keyrslan og viljinn hjá stelpunum alveg til fyrirmyndar svo ég er virkilega ánægður,“  sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari Stjörnukvenna eftir sigurinn.

„Við spáðum auðvitað í hvernig Þór/KA myndi spila og það var sem ekkert nýtt þar, alltaf eins  en fórum líka yfir okkar leik.  Mér fannst við ekki hafa spilað okkar besta hingað til og við vildum rífa okkur upp enda held ég að fólk hafi séð að við áttum frábæran leik.“

„Við viljum vinna hvern og ein einasta einasta leik, þannig hugsar hópurinn okkar og og þannig fórum við í leikinn. Þó margt hafi gerst í dag þá erum við bara með hugann við næsta leik, sem er gegn Haukum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert