Sjö á leið í þriðju lokakeppni EM

Sif Atladóttir er á leið á sitt þriðja Evrópumót en …
Sif Atladóttir er á leið á sitt þriðja Evrópumót en Ingibjörg Sigurðardóttir á sitt fyrsta. mbl.is/Golli

Sjö íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu eru á leið í sína þriðju lokakeppni Evrópumótsins þegar þær fara til Hollands í næsta mánuði. Sex til viðbótar í 23 manna hópi Íslands taka þar þátt í sinni annarri lokakeppni.

Fanndís Friðriksdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Sandra Sigurðardóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir voru allar í hópnum sem lék í lokakeppninni í Finnlandi árið 2009 en þá komst Ísland ekki áfram úr riðlakeppninni og tapaði öllum þremur leikjum sínum.

Þessar sjö voru allar með í EM 2013 í Svíþjóð fjórum árum síðar en þá náði Ísland skrefi lengra, fór áfram úr riðlakeppninni eftir sigur á Hollandi og jafntefli við Noreg, en tapaði fyrir Svíþjóð í átta liða úrslitum.

Þar voru einnig þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Elín Metta Jensen, Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir og Harpa Þorsteinsdóttir sem eru allar með í hópnum sem tilkynntur var fyrir EM 2017 í Hollandi í gær.

Það eru því aðeins 10 leikmenn í 23 manna hópnum sem hafa ekki áður farið í lokakeppni EM. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert