Stjarnan mætir Klaksvík í Króatíu

Guðmunda Brynja Óladóttir og stöllur hennar í Stjörnunni fara til …
Guðmunda Brynja Óladóttir og stöllur hennar í Stjörnunni fara til Króatíu. mbl.is/Golli

Stjarnan mætir Osijek frá Króatíu, KÍ Klaksvík frá Færeyjum og SC Istatov frá Makedóníu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna en dregið var í riðla í Sviss í dag. 

Leikið verður 22.-28. ágúst og fer riðill Stjörnunnar fram í Króatíu. Samtals eru tíu riðlar og fara efstu lið hvers riðils í 32-liða úrslit keppninnar. Það lið sem nær bestum árangri í 2. sæti fer einnig áfram. 

Riðlaskiptinguna í forkeppninni í heild sinni má sjá hér.

Þessi lið fara beint í 32ja liða úrslitin:

Lyon (Frakklandi, Evrópumeistari)
Wolfsburg (Þýskalandi)
Rosengård (Svíþjóð)
Barcelona (Spáni)
Fortuna Hjørring (Danmörku)
Bayern München (Þýskalandi)
Brøndby (Danmörku)
Rossijanka (Rússlandi)
Manchester City (Englandi)
Glasgow City (Skotlandi)
Zvezda-2005 (Rússlandi)
Brescia (Ítalíu)
Slavia Prag (Tékklandi)
Sparta Prag (Tékklandi)
Linköping (Svíþjóð)
Chelsea (Englandi)
Montpellier (Frakklandi)
Lilleström (Noregi)
St. Pölten (Austurríki)
Atlético Madrid (Spáni)
Fiorentina (Ítalíu)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert