Síðbúin vítaspyrna tryggði Val stigið

Fjölnismaðurinn Ivica Dzolan með boltann en Kristinn Ingi Halldórsson, Val, …
Fjölnismaðurinn Ivica Dzolan með boltann en Kristinn Ingi Halldórsson, Val, sækir að honum. mbl.is/Árni Sæberg

Lið Fjölnis og Vals skildu jöfn, 1:1., í 9. umferð Pepsi-deildar karla á Extra-vellinum í Grafarvoginum í dag. Heimamenn höfðu aðeins sótt eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum á meðan topplið Vals hafði unnið þrjá í röð.

Eftir rólega byrjun dró til tíðinda á 13 mínútu. Dion Acoff var þá sloppinn í gegnum vörn Fjölnis og keyrði í átt að markinu þegar Ivica Dzolan fór í bakið á honum og hann féll til jarðar inn í vítateig. Valsmenn vildi vítaspyrnu en Pétur Guðmundsson dómari dæmdi ekkert.

Þremur mínútum seinna voru Fjölnismenn svo komnir yfir. Þórir Guðjónsson renndi þá boltanum á Birnir Snær Ingason sem skoraði gott mark úr föstu skoti sem Anton Ari Einarsson, markvörður Vals, réði ekki við.

Valsmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin í fyrri hálfleik og átti Kristinn Ingi Halldórsson meðal annars kot í þverslá en allt kom fyrir ekki og staðan 1:0 í hálfleik.

Valsmenn héldu áfram að þjarma að heimamönnum í síðari hálfleik og á 82. mínútu var dæmd vítaspyrna þegar Sigurður Egill féll í teignum eftir samskipti við Marcus Solberg. Sigurður fór sjálfur á punktinn og skoraði örugglega framhjá Þórði Ingasyni sem var annars frábær í markinu í dag.

Valsmenn eru áfram á toppnum, nú með 20 stig, þremur stigum fyrir ofan Grindavík sem heimsækir Breiðablik næsta mánudag. Fjölnir fer uppfyrir KR í 9 sætið og er nú með níu stig.

Fjölnir 1:1 Valur opna loka
90. mín. Valsmenn reyna að finna sigurmarkið. Uppbótartíminn er þrjár mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert