Aukaspyrna frá Lennon skildi á milli í Eyjum

Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður ÍBV, reynir skot að marki FH …
Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður ÍBV, reynir skot að marki FH í leiknum á Hásteinsvelli í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

FH vann ÍBV 1:0 í Vestmannaeyjum í dag þegar leikið var á Hásteinsvelli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Steven Lennon skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu. Fylgst var með gangi mála á mbl.is.

Eyjamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og stjórnuðu leiknum. Gunnar Nielsen varði tvisvar í fyrri hálfleik meistaralega, fyrst frá Arnóri Gauta og svo Atla Arnarsyni. 0:0 í hálfleik.

Leikurinn var jafnari í seinni hálfleik en eins og fyrr segir var það Steven Lennon sem skoraði eina mark leiksins í dag en það kom á 65. mínútu beint úr aukaspyrnu en boltinn fór í slána og niður og vildi dómaratríóið meina að boltinn væri inni þótt Eyjamenn hafi verið á öðru máli.

ÍBV 0:1 FH opna loka
90. mín. Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert