Línuvörðurinn með þetta 100%

Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vestmannaeyingarnir eru með gríðarlega gott lið og unnu meðal annars KR í síðasta heimaleik, sannfærandi. Þannig við vissum að þetta yrði erfiður leikur,“ sagði Heimir Guðjónsson eftir 1:0 sigur FH á ÍBV á Hásteinsvelli í dag í Pepsi-deild karla.

„Við byrjuðum leikinn ekki vel en unnum okkur inn í þetta og vorum fínir síðustu 15-20 mínúturnar í fyrri hálfleik og náðum að byggja ofan á það.“

 „Þetta var ekki fallegur fótboltaleikur en við skoruðum frábært mark og náðum að halda hreinu og þeir sköpuðu ekki mikið í seinni hálfleik en við getum bætt spilamennskuna.“

 FH-ingar skoruðu gríðarlega umdeilt mark og ekki voru allir sammála því að boltinn hafi verið kominn inn eftir aukaspyrnu Lennon. Fannst þér boltinn hafa verið kominn inn?

„Ég sá það ekki, ég var í skýlinu mínu en línuvörðurinn var alveg með þetta 100% og setti flaggið strax upp, þannig að þetta hlýtur að hafa verið mark,“ sagði Heimir. 

Þetta var einungis þriðji sigur FH-inga í sumar. Hversu mikilvæg voru þessi þrjú stig?

„Þetta voru mjög góð 3 stig, þetta var bara einn leikur og við þurfum að átta okkur á því af hverju við unnum og byggja ofan á það,“ sagði Heimir Guðjónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert