Níu konur fengu A-þjálfararéttindi

Kristín Ýr Bjarnadóttir í landsleik gegn Frakklandi. Hún er komin …
Kristín Ýr Bjarnadóttir í landsleik gegn Frakklandi. Hún er komin með KSÍ A-þjálfararéttindi. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnusamband Íslands útskrifaði á dögunum níu þjálfara með A-þjálfararéttindi, þar á meðal eina fyrrverandi landsliðskonu.

Þjálfararnir níu eru allir konur og útskrifuðust þær 13. júní, fyrir leik Íslands og Brasilíu á Laugardalsvelli sem var síðasti leikur Íslands fyrir Evrópumótið í Hollandi í næsta mánuði.

Á meðal þjálfaranna er Kristín Ýr Bjarnadóttir, fyrrverandi Íslandsmeistari með Val, sem á að baki fimm A-landsleiki. Aðrar sem útskrifuðust eru Bára Rúnarsdóttir, Bóel Kristjánsdóttir, Helga Helgadóttir, Margrét Magnúsdóttir, Margrét María Hólmarsdóttir, Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter, Soffía Ámundadóttir og Sólrún Sigvaldadóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert