Cloé gerði gæfumuninn

Sigríður Lára Garðarsdóttir með boltann í Frostaskjóli í kvöld.
Sigríður Lára Garðarsdóttir með boltann í Frostaskjóli í kvöld. mbl.is/Hanna

Mikið var puðað þegar ÍBV sótti KR heim í Vesturbæinn í kvöld þegar liðin mættust í 10. umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu.  Mesti munur á liðinu var að Cloé Lacasse er í liði ÍBV, hún hélt vörn KR í gíslingu svo Vesturbæingar náðu ekki að setja nógu mikið púður í sóknir sínar. Skoraði líka bæði mörkin í 2:0 sigri ÍBV.

Ekki fór mikið fyrir gæðum knattspyrnulega séð í fyrri hálfleik, meira um spennu og einbeitingu í að koma tuðrunni í markið, sem síðan kom niður á gæðum leiksins. Nokkuð um löng skot af löngu færi, sem voru þó skot en á 25. mínútu gerðist einmitt það sem KR-konur hefðu átt að vara sig hvað mest en þá fékk Cloé Lacasse sendingu inn fyrir vörn KR, stakk vörnina af og skoraði til að koma ÍBV í 0:1 forystu.

Snemma í seinni hálfleik fékk Kristín Erna Sigurlásdóttir galopið færi eftir góðan undirbúning Cloé Lacasse en hitti ekki markið og rétt á eftir fékk Sigríður M. Sigurðardóttir galopið færi en Adelaide í marki ÍBV varði stórkostlega. Á 77. mínútu varði Ingibjörg Valgeirsdóttir í marki KR gott skot frá Sesselju Líf Valgeirsdóttur. Á 88. mínútu kórónaði Cloé frábæran leik sinn þegar hún fór illa með vörn og síðan markvörð KR.

KR 0:2 ÍBV opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert