Ingvar næstbestur markvarða í Noregi

Ingvar Jónsson hefur verið einn þriggja markvarða íslenska landsliðsins síðustu …
Ingvar Jónsson hefur verið einn þriggja markvarða íslenska landsliðsins síðustu misseri. mbl.is/Eggert

Landsliðsmarkvörðurinn Ingvar Jónsson hjá Sandefjord er efstur hjá sínu liði í einkunnagjöf norska miðilsins Verdens Gang eftir 14 umferðir í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ingvar er í 18. sæti heildarlistans og í öðru sæti af öllum markvörðum deildarinnar.

Sandefjord er nýliði í deildinni og hefur komið á óvart, er með 18 stig um miðja deild eftir að hafa verið spáð falli af mörgum fyrir tímabilið. Ingvar hefur fengið á sig að meðaltali 1,5 mörk í leik og var meðal annars valinn maður leiksins hjá VG í 1:1-jafntefli við Tromsø nú á sunnudag.

Alls eru þrír íslenskir leikmenn í efstu 20 sætum listans yfir hæstu einkunnir allra leikmanna deildarinnar, en skilyrði fyrir veru á listanum er að hafa komið við sögu í 60% leiktímans í hverjum leik. Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Molde, er í þriðja sæti listans og Aron Sigurðarson hjá Tromsø er í 8. sætinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert