Aðstoðarþjálfarinn tryggði stigin þrjú

Jónas Björgvin Sigurbergsson og félagar fá Leikni F. í heimsókn.
Jónas Björgvin Sigurbergsson og félagar fá Leikni F. í heimsókn. mbl.is/Golli

Kristján Örn Sigurðsson, spilandi aðstoðarþjálfari Þórs, var hetja liðsins í 2:1 sigri á Leikni F. í Inkasso-deildinni, 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Hann skoraði sigurmark leiksins á 89. mínútu. 

Þór byrjaði leikinn töluvert betur og var það verðskuldað þegar Gunnar Örvar Stefánsson kom liðinu yfir eftir 21. mínútu. Hann kláraði þá af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf Jónasar Björgvins Sigurbergssonar. Þórsarar sóttu meira það sem eftir lifði hálfleiks, en þeim tókst ekki að bæta við marki og var staðan því 1:0 í leikhléi. 

Jesus Súarez jafnaði metin á 71. mínútu með mjög fallegu marki. Hann tók þá skot af löngu færi sem hafnaði í bláhorninu. Flest benti til þess að 1:1 yrðu lokatölur, en eins og áður hefur komið fram skoraði Kristján Örn Sigurðsson sigurmarkið. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Þór 2:1 Leiknir F. opna loka
90. mín. Leiknir F. fær rautt spjald Viðar Ari Jónsson, þjálfari Leikins er eitthvað pirraður og honum er vikið upp í stúku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert