KR lenti í klóm atvinnumanna

Aron Bjarki Jósepsson tæklar hér Viðar Örn Kjartansson í gær.
Aron Bjarki Jósepsson tæklar hér Viðar Örn Kjartansson í gær. Árni Sæberg

Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn fyrir Maccabi Tel Aviv sem vann sanngjarnan 2:0 sigur á KR í Vesturbænum í seinni leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Maccabi vann einvígið samanlagt 5:1 og mætir gríska liðinu Panionios í þriðju umferð forkeppninnar. Viðar Örn skoraði í fyrri leik liðanna og hann lagði upp fyrsta markið í gær með laglegri stungusendingu.

Morgunblaðið ræddi við Viðar eftir leik og hrósaði hann KR-ingunum fyrir þeirra frammistöðu í einvíginu. „Mér fannst þeir mjög flottir. Þeir eru líkamlega sterkir og það er kraftur í þeim. Þeir vörðust mjög vel og það var erfitt að skapa opin tækifæri, þó það hafi verið fleiri tækifæri í dag en úti. Þeir spiluðu mjög vel í Ísrael enda með fullt af góðum einstaklingum. Þeir eiga hrós skilið,“ sagði Viðar og hefur hann nokkuð til síns máls.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert