Ótrúlegur sigur Þróttar á ÍR

ÍR-ingurinn Jón Arnar Barðdal sækir að vörn Þróttara í kvöld.
ÍR-ingurinn Jón Arnar Barðdal sækir að vörn Þróttara í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Þróttur vann ótrúlegan 2:1 sigur á ÍR í Inkasso-deildinni, 1. deild karla í knattspyrnu, í kvöld. ÍR var með 1:0 forystu þegar 90 mínútur voru liðnar en Viktor Jónsson skoraði tvö mörk í uppbótartíma og sá til þess að Þróttur komst í annað sæti deildarinnar.

ÍR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og skaut Viktor Örn Guðmundsson tvívegis í stöng með skotum beint úr aukaspyrnu. ÍR spilaði boltanum vel á milli sín og skapaði sér fín færi á móti einu besta liði Þróttur vann ótrúlegan 2:1 sigur á ÍR í Inkasso-deildinni, 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. ÍR var með 1:0 forystu þegar 90 mínútur voru liðnar en Viktor Jónsson skoraði tvö mörk í uppbótartíma og sá til þess að Þróttur komst í annað sæti deildarinnar. Þróttarar voru langt frá sínu besta og hafði Steinar Örn Gunnarsson lítið að gera í marki ÍR í hálfleiknum.

Breiðhyltingar náðu hins vegar ekki að koma boltanum í markið í fyrri hálfleiknum og var staðan markalaus í leikhléi. Þróttarar byrjuðu seinni hálfleikinn betur en eftir því sem leið á hálfleikinn komst ÍR meira inn í leikinn.

Varamaðurinn Andri Jónasson skoraði verðskuldað mark fyrir ÍR á 79. mínútu er hann skaut boltanum í báðar stangirnar áður en hann hafnaði í netinu. Þróttarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn eftir það og það tókst í uppbótartíma. Viktor Jónsson skallaði þá knöttinn í netið af stuttu færi eftir að hafa fengið sendingu frá hægri. Einni mínútu síðar gerðist nákvæmlega það sama, Viktor fékk sendingu frá hægri sem hann afgreiddi með höfðinu í netið og tryggði Þrótti ótrúlegan sigur.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Þróttur R. 2:1 ÍR opna loka
90. mín. Það eru fimm mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert