Hundfúlt þegar mörkin telja ekkert

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði mark ÍBV gegn Fjölni í kvöld.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði mark ÍBV gegn Fjölni í kvöld. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason.

„Þetta er gríðarlega svekkjandi niðurstaða. Mér fannst við vera líklegri til þess að komast yfir eftir að við jöfnuðum metin. Markið kom því miður ekki þrátt fyrir harða atlögu og því fór sem fór,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson í samtali við mbl.is, en hann skoraði mark ÍBV í 2:1-tapi liðsins gegn Fjölni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. 

Gunnar Heiðar hefur verið á skotskónum í síðustu leikjum ÍBV, en fjögur mörk hans í síðustu þremur leikjum liðsins hafa hins vegar aðeins skilað einu stigi. 

„Það er alltaf jafn leiðinlegt þegar mörkin sem þú skorar telja ekkert. Við erum að gera barnaleg mistök í varnarleiknum og gefa alltof ódýr mörk. Við verðum að fara að ná í stig ef við ætlum ekki að dragast of langt aftur. Ég er hins vegar ekki farinn að óttast fallið enn sem komið er,“ sagði Gunnar Heiðar um síðustu leiki liðsins og framhaldið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert