Hollendingur til Fylkis

Maruschka Waldus þegar hún lék með Mallbacken í sænsku úrvalsdeildinni …
Maruschka Waldus þegar hún lék með Mallbacken í sænsku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum.

Hollenska knattspyrnukonan Maruschka Waldus er gengin til liðs við Fylki og leikur með liðinu í síðustu sjö umferðum Pepsi-deildar kvenna sem fer aftur af stað snemma í ágústmánuði.

Waldus er 24 ára gömul og leikur bæði sem miðjumaður og varnarmaður. Hún kemur frá Twente og hafði áður leikið með þýska stórliðinu Turbine Potsdam í nokkra mánuði. Áður lék hún hluta úr tímabili með Mallbacken í Svíþjóð og Sky Blue í bandarísku atvinnudeildinni en til ársins 2014 með Heerenveen í heimalandi sínu.

Þegar Waldus gekk til liðs við Sky Blue varð hún fyrsti hollenski leikmaðurinn til að spila í NWSL, bandarísku atvinnudeildinni. Hún náði þó aðeins að spila einn leik og fór síðan til Svíþjóðar.

Fylkir hefur þar með fengið tvo erlenda leikmenn til sín en áður hafði félagið fengið bandaríska leikmanninn Brooke Hendrix frá Staad í Sviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert