ÍBV í bikarúrslitin annað árið í röð

Arnór Gauti Ragnarsson með boltann í baráttu við Óttar Bjarna …
Arnór Gauti Ragnarsson með boltann í baráttu við Óttar Bjarna Guðmundsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

ÍBV er komið í bikarúrslit annað árið í röð en  Eyjamenn unnu sætan sigur gegn Stjörnunni, 2:1, í fyrri undanúrslitaleik Borgunarbikarkeppninnar í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

Færeyingurinn Kaj Leo í Bartalsstovu skaut Eyjamönnum á Laugardalsvöllinn en hann skoraði sigurmarkið á 73. mínútu leiksins. Stjörnumenn komust yfir með marki frá Hilmari Árna Halldórssyni á 60. mínútu en Hafsteinn Briem jafnaði metin fyrir Eyjamenn á 73. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að Haraldur Björnsson hafði varið skot frá Kaj Leo.

Eftir að Kaj Leo kom ÍBV í forystu lögðu Stjörnumenn allt í sölurnar en baráttuglaðir Eyjamenn héldu fengnum hlut og fögnuðu gríðarlega þegar Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Eftir slæmt gengi í Pepsi-deildinni síðustu vikurnar sýndu liðsmenn ÍBV góðan karakter og náðu svo sannarlega að hefna fyrir ófarirnar frá því liðin áttust við í deildinni á þessum sama velli í byrjun tímabilsins en þá hafði Stjarnan betur, 5:0.  Liðin eigast aftur við á sunnudaginn á Hásteinsvelli í Pepsi-deildinni.

ÍBV tapaði fyrir Val í úrslitaleik í fyrra en Eyjamenn mæta FH eða Leikni Breiðholti í úrslitaleik en liðin eigast við í Kaplakrika á laugardaginn.

Stjarnan 1:2 ÍBV opna loka
90. mín. Pablo Punyed (ÍBV) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert