Þór ætlar að vera með í slagnum

Orri Sigurjónsson úr Þór og Finnur Ólafsson úr Þrótti eigast …
Orri Sigurjónsson úr Þór og Finnur Ólafsson úr Þrótti eigast við. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórsarar lögðu Þrótt, 2:0, í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í kvöld og komu sér þar með nær toppliðunum þremur. Leikurinn var jafn allan tímann en lítið var um færi.

Fyrra mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks eftir mistök hjá Arnari Darra Péturssyni í marki Þróttar.

Aron Kristófer Lárusson kom þá boltanum í autt markið eftir að Jóhann Helgi Hannesson hafði verið á undan Arnari Darra í boltann.

Þrátt fyrir að Þróttur hafi fengið að vera með boltann stærsta hluta seinni hálfleiks þá komust þeir ekkert gegn sterkum Þórsurum og Aron Birkir Stefánsson var öruggur í marki norðanmanna.

Þórsarar fengu hins vegar færi og úr einu þeirra skoraði hinn aldni Orri Freyr Hjaltalín, óvaldaður á fjærstöng eftir hornspyrnu.

Þór er enn í fjórða sætinu, nú aðeins fjórum stigum frá Fylki sem eru í öðru sæti þegar þetta er ritað. Þróttur er í þriðja sæti og tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni.

Þór 2:0 Þróttur R. opna loka
90. mín. Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.) á skot framhjá Langt frá markinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert