Víkingar unnu fallslaginn í Eyjum

Kenen Turudija í baráttu við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í kvöld.
Kenen Turudija í baráttu við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV og Víkingur Ólafsvík mættust í 15. umferð Pepsi deildar karla í Vestmannaeyjum í dag. Svo fór að Víkingar unnu 1:0 sigur en Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom þeim yfir um miðbik seinni hálfleiks. Með sigrinum fer Víkingur Ólafsvík upp í 19 stig í 7. sæti en Eyjamenn sitja eftir í fallsæti með 13 stig.

Markalaust var í hálfleik þrátt fyrir ágætis tilraunir beggja liða. Boltinn fór tvisvar í slána eftir sóknir Eyjamanna og einu sinni eftir sókn frá Víkinga. Annars var fyrri hálfleikurinn frekar bragðdaufur. 

Seinni hálfleikur fór rólega af stað og gerðist í raun lítið fram að því að Kwame Quee fékk að líta rautt spjald eftir tæklingu á Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Nokkrum mínútum síðar kom sigurmark leiksins. Það gerði Guðmundur Steinn með flottum skalla eftir góða fyrirgjöf Alfreðs Hjaltalín. 

Fylgst var með gangi mái í beinni textalýsingu á mbl.is. 

ÍBV 0:1 Víkingur Ó. opna loka
90. mín. Atli Arnarson (ÍBV) á skalla sem fer framhjá Aldrei hætta af þessari tilraun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert