Andri Rúnar jafnaði síðasta markakóng

Andri Rúnar Bjarnason hefur farið á kostum.
Andri Rúnar Bjarnason hefur farið á kostum. Ljósmynd/Víkurfréttir

Andri Rúnar Bjarnason bætti við tveimur mörkum í sarpinn í sigri Grindavíkur á ÍA. Hann er því kominn með 14 mörk og aðeins fimm mörkum frá markametinu í efstu deild hér á landi, nú þegar Grindavík á á sjö leiki eftir.

Garðar Gunnlaugsson varð markakóngur í fyrra með 14 mörk, og Patrick Pedersen árið 2015 með 13 mörk. Mest hefur leikmaður skorað 16 mörk á einu tímabili frá því að liðum var fjölgað úr 10 í 12 árið 2008, en það gerðu Guðmundur Steinarsson úr Keflavík árið 2008 og Björgólfur Takefusa úr KR ári seinna.

Bjarni Ólafur Eiríksson hefur nú spilað 200 leiki í efstu deild í knattspyrnu á Íslandi, alla með Val. Bjarni er aðeins þriðji Valsmaðurinn frá upphafi sem nær því en hinir eru Sigurbjörn Hreiðarsson og Sævar Jónsson. Með því að spila gegn Grindavík á mánudaginn mun Bjarni jafna leikjafölda Sævars (201), en Sigurbjörn, sem nú er aðstoðarþjálfari Vals, lék 240 leiki í efstu deild fyrir félagið og mun því halda metinu að minnsta kosti fram til 2019.

Þorsteinn Már Ragnarsson náði einnig stórum áfanga í síðustu umferð en hann lék þá sinn 100. leik í efstu deild, með Víkingi Ólafsvík í sigrinum á ÍBV. Þorsteinn lék 67 leiki í efstu deild með KR en hefur nú leikið 33 slíka fyrir uppeldisfélagið sitt.

Annar leikmaður Víkings Ó. náði áfanga í sigrinum á ÍBV. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði þá sitt áttunda mark í sumar. Hann skoraði eitt mark fyrir Víkinga sumarið 2013 og hefur nú jafnað Hrvoje Tokic sem markahæsti leikmaður Víkings Ó. í efstu deild frá upphafi. Tokic skoraði níu mörk í fyrra.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem lið umferðarinnar og staðan í M-gjöfinni er einnig birt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert