Magnaður viðsnúningur hjá Haukum

Lasse Rise með Daníel Snorra Guðlaugsson í bakinu í leiknum …
Lasse Rise með Daníel Snorra Guðlaugsson í bakinu í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar unnu ótrúlegan sigur á Keflavík á heimavelli sínum í 17. umferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur urðu 4:2 eftir að Keflavík hafði komist í 2:0 snemma í síðari hálfleik. 

Staðan var orðin 1:0 fyrir Keflavík eftir aðeins fimm mínútnaleik er Davíð Sigurðsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Jeppe Hansen tvöfaldaði forskot Keflavíkur á 48. mínútu en eftir það tóku Haukar við sér. 

Harrison Hanley minnkaði muninn í 2:1 á 54. mínútu og sex mínútum síðar jafnaði Björgvin Stefánsson. Aron Jóhannsson kom Haukum yfir á 67. mínútu og Björgvin Stefánsson gulltryggði ótrúlegan 4:2 sigur Hauka á 82. mínútu. 

Keflavík er enn í toppsæti deildarinnar með 34 stig, einu stigi meira en Þróttur sem er í öðru sæti. Haukar eru nú í fjórða sæti, aðeins þremur stigum frá Þrótti og eru svo sannarlega möguleikar til staðar fyrir liðið að komast upp um deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert