Umgjörðin hjá Víkingi R. ekki eins og hjá Ajax

Mark Geoffrey Castillion skorar fyrra mark Víkinga framhjá Gunnleifi Gunneifssyni.
Mark Geoffrey Castillion skorar fyrra mark Víkinga framhjá Gunnleifi Gunneifssyni. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Geoffrey Castillion er leikmaður 14. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Morgunblaðinu. Hollendingurinn gekk til liðs við Víking Reykjavík fyrir tímabilið og líkar vel á Íslandi. Milos Milojevic var þjálfari Víkings og fékk Castillion til liðs við félagið í byrjun tímabils. Milos gerðist þjálfari Breiðabliks í vor, svo leikmenn Víkings lögðu allt í sölurnar þegar liðið mætti Breiðabliki í 14. umferðinni, en Castillion skoraði bæði mörk Víkings.

„Við vorum allir mjög spenntir því gamli þjálfarinn okkar er hjá Breiðabliki svo við vildum allir vinna. Við byrjuðum mjög illa en eina markmiðið okkar var að vinna leikinn þannig að við gáfum allt sem við áttum og skoruðum sem betur fer tíu mínútum eftir fyrsta markið og vorum svo stanslaust í sókn. Ég held að rauða spjaldið sem þeir fengu hafi hjálpað okkur en þeir voru samt með tíu menn inni á vellinum svo þetta var ekki auðvelt. Við héldum einbeitingunni og vissum að ef við fengjum eitt tækifæri þá yrði það sigurmarkið, sem gerðist sem betur fer.“

Castillion segir ekki hafa verið skrítið að spila gegn gamla Milosi.

„Ég hef ekkert á móti honum og ég held að við séum allir íþróttamenn og vitum að þetta gerist í fótbolta. Núna spila ég fyrir Víking og ég vil vinna alla leiki.“

Castillion er samningsbundinn út tímabilið en svo er ekkert ákveðið.

„Ég hef ekki hugmynd um hvað ég geri næst. Ég vil bara klára tímabilið eins vel og hægt er og svo sjáum við til.“

Nánar er rætt við Castillion í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. Þar má einnig sjá lið umferðarinnar að mati blaðsins og stöðuna í M-gjöfinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert