Spennan eykst

Keflvíkingar sitja í efsta sæti deildarinnar.
Keflvíkingar sitja í efsta sæti deildarinnar. Árni Sæberg

Þróttur stöðvaði fimm leikja sigurgöngu HK með því að leggja Kópavogsliðið að velli, 2:1, í Laugardalnum í 17. umferð Inkasso-deildarinnar, 1. deild karla í knattspyrnu, í gærkvöldi. HK var 1:0 yfir í hálfleik en með góðum seinni hálfleik tókst Þrótti að snúa leiknum sér í vil. Sigurinn var mjög mikilvægur í jafnri og spennandi toppbaráttu í deildinni. Þróttur er nú aðeins einu stigi frá toppliði Keflavíkur þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni, en Fylkir getur tekið annað sætið af Þrótti með sigri á Leikni F. á morgun.

Alls fóru níu gul spjöld á loft í frekar hörðum leik Þróttar og HK. Hiti var í mönnum og stutt í pirring í mikilvægum leik. Að lokum voru það gæði Þróttara sem sigldu sigrinum í hús. 

Sjö lið eiga raunhæfa möguleika á að ná efstu tveimur sætunum og tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Aðeins sjö stig skilja Þrótt í öðru sæti og Leikni R. sem setur í sjöunda sæti og verða næstu umferðir ansi áhugaverðar.

Fjarlægur draumur Þórsara

Þór og Fram skildu jöfn 2:2 á Þórsvelli. Úrslitin þýða það að draumur Þórsara um sæti í efstu deild að ári er orðinn ansi fjarlægur.

Framarar eru líklegast sáttari við stigið en Þór því að gestirnir sýndu lítið í seinni hálfleik en þrátt fyrir það kom liðið til baka. Heimamenn voru ekki sáttir við dómara leiksins þegar tvö mörk voru dæmd af liðinu vegna sóknarbrota í teignum.

Í annað skiptið var Gunnar Örvar dæmdur brotlegur fyrir hættuspark en áður hafði Kristján Örn verið dæmdur brotlegur fyrir brot á markmanni Framara. Kristján Örn var ósáttur eftir leik og sagði dóminn hafa verið kolrangan: „Markmaðurinn hleypur utan í mig og ég geri ekki neitt. Hann lendir í grasinu og dómarinn flautar. Það er kannski verið að verja markmanninn einum of mikið einstaka sinnum.“

Greinin í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert