Ég hélt að við yrðum betri

Bjarni Ólafur Eiríksson Valsari.
Bjarni Ólafur Eiríksson Valsari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég get ekki sagt að þetta hafi spilast eins og ég átti von á, ég hélt að við yrðum betri,“ sagði Bjarni Ólafur Eiríksson varnarjaxl Vals eftir 2:0 sigur á Grindavík að Hlíðarenda í dag þegar liðin mættust í 16. umferð Pepsi-deildar karla.

„Mér finnst Grindavík gott lið sem kann að spila fótbolta og við fengum að kenna á því, vorum eitthvað að reyna pressa þá framarlega í fyrri hálfleik en þeir bara sundurspiluðu okkur og við vorum heppnir að vera yfir í hálfleik.“

Þrautreyndur Bjarni Ólafur sagði sína menn enn með einbeitinguna í lagi. „Það hefur gengið hingað til að láta leikmenn halda einbeitingunni, verður bara að koma í ljós en þetta var ótrúlega mikilvægur sigur eins og reyndar allir leikirnir.  Við verðum bara að taka einn leik fyrir í einu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert