Stjarnan ekki í vandræðum með Fjölni

Birnir Snær Ingason og Hilmar Árni Halldórsson eigast við í …
Birnir Snær Ingason og Hilmar Árni Halldórsson eigast við í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Stjarnan fór illa með Fjölni í 15. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld á Samsung-vellinum en leiknum lauk með 4:0 sigri.

Eftir afar rólega byrjun fengu Stjörnumenn vítaspyrnu á 14. mínútu þegar Linus Olsson virtist hrinda Baldri Sigurðssyni inni í vítateig. Þorvaldur Árnason dómari var ekki í neinum vafa og benti á punktinn og Hilmar Árni Halldórsson skoraði örugglega úr vítinu.

Eftir þetta réðu heimamenn lögum og lofum í fyrri hálfleiknum og virtust líklegir til að skora í hvert skipti sem þeir sóttu. Á 36. mínútu tókst þeim svo að tvöfalda forystuna en það gerði Ólafur Karl Finsen, hans fyrsta mark í sumar, með skoti úr mjög þröngu færi og einhvern veginn fór boltinn í gegnum Þórð Ingason í markinu, staðan orðin 2:0.

Fjölnismenn komu grimmari inn í síðari hálfleikinn og sköpuðu sér nokkur færi án þess að skora og seinasta korterið voru þeir einfaldlega keyrðir í kaf. Jóhann Laxdal skoraði glæsilegt mark á 73. mínútu eftir flott samspil við Guðjón Baldvinsson og Guðjón skoraði svo sjálfur þremur mínútum síðar eftir sendingu frá Jósef Kristni Jósefssyni, staðan orðin 4:0.

Með sigrinum er Stjarnan áfram í 2. sætinu nú með 29 stig, enn þá fimm stigum á eftir toppliði Vals. Fjölnismenn eru áfram í 10. sætinu og fyrir ofan ÍBV á markatölu en nú munar aðeins þremur mörkum á liðunum.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Stjarnan 4:0 Fjölnir opna loka
90. mín. Marcus Solberg (Fjölnir) fær gult spjald Brýtur á Brynjari Gauta við hliðarlínu og fær gult spjald.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert