Valur náði hefndum gegn Grindavík

Björn Berg Bryde og Sigurður Egill Lárusson eigast við í …
Björn Berg Bryde og Sigurður Egill Lárusson eigast við í kvöld. Ljósmynd/Hanna

Valsmenn hefndu fyrir tapið gegn Grindavík í fyrri umferðinni og unnu sannfærandi 2:0 sigur á Hlíðarenda í kvöld, þegar leikið var í 16. umferð efstu deildar karla í fótbolta, Pepsi-deildinni og eru því enn öruggir í efsta sætinu.

Fjörið var strax mikið, skemmtilegar sóknir og góðir sprettir.  Grindvíkingar eru alltaf hættulegir í skyndisóknum, þegar þeir skjótast margir í sókn, en sóknarleikur Vals var frekar þyngri og þéttari, sem einmitt skilaði marki á 22. mínútu þegar Sigurður Egill gaf fyrir. Nicolas Bogild lét boltann fara í gegnum sig á Einar Karl Ingvarsson sem skoraði af miklu öryggi úr vítateignum.

Þegar leið á síðari hálfleik þyngdist sókn gestanna úr Grindavík á meðan Valsmenn lögðu meiri áherslu á að halda boltanum og skjótast svo fram.  Voru reyndar stundum seigir að pressa á vörn Grindavíkur, alveg aftur á markmanninn.  Gestirnir reyndu mikið af háum sendingum fyrir vörn Vals en þar voru fyrir stórir strákar.  Þar kom að sókn Vals gekk upp þegar Einar Karl skoraði aftur, nú merð þrumuskoti af 23 metra færi.

Valur heldur efsta sæti deildarinnar með 5 stiga forskoti á Stjörnuna og gæti verið að komast aftur á skrið eftir tap og jafntefli í síðustu leikjum.  Grindvíkingar eru eftir sem áður í fjórða sæti deildarinnar.

Valur 2:0 Grindavík opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert